top of page
Search
Writer's pictureÍA TV

ÍA tapaði fyrir FH

Rétt í þessu var að ljúka leik ÍA og FH í úrslitakeppni A-deildar í fotbolti.net mótinu og lauk honum með sigri FH 2-1.

Halldór Orri Björnsson kom Hafnfirðingum yfir á 22. mínútu en Steinar Þorsteinsson jafnaði fyrir Skagamenn á 37. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Síðari hálfleikur var eign FH-inga sem pressuðu stíft á meðan heimamenn áttu erfitt með að halda boltanum og skapa sér færi. Pressa gestanna bar árangur á 90. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson, sem komið hafði inná sem varamaður, skoraði eftir misheppnaða hreinsun heimamanna.

Heilt yfir verðskuldaður sigur, en klárlega margt jákvætt í leik ÍA í þessum leik. Hér fylgir upptaka af leiknum, sem var að sjálfsögðu í beinni hjá okkur á ÍA TV í samstarfi við Omnis á Akranesi og Símann.


8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page