top of page

Mannskapurinn

​ÍA TV er verkefni sem unnið er í sjálfboðavinnu.  Á þessari síðu viljum við kynna mennina á bakvið tjöldin, mennina sem gera þetta mögulegt.

arnar_edited.jpg

Arnar Óðinn Arnþórsson

Myndataka, málfarsráðgjöf, gæðastjórn, lýsing og kynningarstjórn

ÍATV krækti í Arnar árið 2017. Hann er þegar orðinn einn reynslumesti myndatökumaður okkar og segist hvergi nærri hættur. Arnari leiðist óvandað málfar og fúsk í beinum sjónvarps-útsendingum og kemur iðulega vinsamlegum athugasemdum og ábendingum til þeirra sem þær þiggja. Arnar spilaði badminton fyrir ÍA á sínum tíma, lék knattspyrnu með UMF. Þröstum og körfubolta með hinu skammlífa en skemmtilega körfuknattleiksfélagi Jöxlum. Í dag leikur hann aðallega á trommusettið sitt.

ingimar_edited.jpg

Ingimar Elfar Ágústsson

Útsendingastjórn, myndataka, tækniþróun

Ingimar Elfar er ekki lengur efnilegur, heldur er hann orðinn ómetanlegur partur af ÍATV. Hann hefur nýtt þetta einstaka tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar.  Ingimar æfir golf þegar hann er ekki að standa að útsendingum og stundar nám við FVA. Reynsla hans af ÍATV hefur fært honum tækifæri til að vinna við beinar útsendingar hjá Stöð 2 Sport.

Screenshot 2022-01-10 at 14.12.56.png

ÍATV 2021

bjorn.jpg

Björn Þór Björnsson

Lýsing og sagnfræði

Björn Þór er sagnfræðingur að mennt og hefur yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum íþróttum.  Hann stendur að hlaðvarpinu Skagahraðlestin sem aðgengilegt er á öllum helstu hlaðvarpsveitum netheima.

sverrir_edited.jpg

Sverrir Mar Smárason

Lýsing

Sverrir er leikmaður Kára og mikill sparkspekingur. Að auki hefur hann einstaklega hljómþýða rödd sem leggst vel í áhorfendur

vidtal_gardar_edited.jpg

Örn Arnarson

Útsendingastjórn, lýsing, vefstjórn og samfélagsmiðlar.

Örn er einn af upphafsmönnum ÍATV. Röddina ættu flestir áhorfendur að þekkja vel þar sem hann hefur nú þegar lýst ótal íþrótta-viðburðum á Akranesi. Örn á að baki fjölbreyttan íþróttaferil á Akranesi: Hann lék knattspyrnu með Bruna, körfubolta með ÍA og var knattspyrnudómari og félagi í KDA. Núna stundar hann golf hjá Golfklúbbnum Leyni.​

hannibal.jpg

Hannibal Hauksson

Lýsing og myndataka

Hannibal er oft út um allt en reynir alltaf að vera fókuseraður. Hannibal hefur unnið ötullega fyrir Körfuknattleiksfélag ÍA í ansi mörg ár, en gefur sér reglulega tíma til að koma að útsendingum ÍATV, ekki síst frá téðum körfubolta

snorrigolf_edited.jpg

Snorri Kristleifsson

Útsendingastjórn, myndataka, grafík, eftirvinnsla, klipping, samfélagsmiðlar og lýsing

Snorri er hæfileikaríkur og fjölhæfur og getur gengið í nánast öll hlutverk sem þörf er á hjá ÍATV hverju sinni.  Snorri æfði knattspyrnu með ÍA á yngri árum en er nú leikmaður Skallagríms. Auk þess er hann vel liðtækur í Badminton. Hann stendur einnig að hlaðvarpinu Skagahraðlestin sem er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum netheima.

heidar.jpg

Heiðar Mar Björnsson

Tæknistjóri, innkaupastjóri, útsendingastjórn, myndataka, klipping

Heiðar Mar er lærður kvikmyndagerðamaður með mikla reynslu af framleiðslu sjónvarps- og kvikmyndaefnis.  Heiðar lék upp yngri flokka ÍA í knattspyrnu og þótti frár á fæti og með sterkan vinstri fót.

gummi.jpg

Guðmundur Kort Einarsson

Myndataka, tæknigrúsk og reddingar

Guðmundur kom sterkur inn í ÍATV sem einn af aðal mönnunum sem stofnuðu Jakinn TV á Ísafirði. Hann er áhugamaður um körfubolta og starfar aðallega sem myndatökumaður á leikjum ÍA í körfubolta. Hann hefur mikinn áhuga á allri tækni sem snýr að beinum útsendingum og á í fórum sínum ýmsan búnað sem hefur reddað ÍATV á ögurstundum.

bottom of page