Verkefni ÍATV
Á þessari síðu má sjá brot af því sem ÍATV fæst við ár hvert. Til viðbótar við þessi 4 stærstu verkefni má nefna að ÍATV hefur sent beint frá golfi, keilu, klifri og badminton, sent út þættina "Að koma saman er bannað" í Covid-19 faraldrinum og streymt frá þremur þorrablótum Skagamanna.
01
Norðurálsmótið
ÍATV sýnir beint frá einum velli ár hvert á Norðurálsmótinu í 7. flokki karla.
02
Fótboltinn
Stærsti hluti dagskrár ÍATV er fótboltinn. Við sýnum beint frá meistaraflokki kvenna og karla hjá ÍA, Kára og að auki höfum við sýnt stóra leiki hjá 2. flokki karla.
03
Körfuboltinn
Upphaf ÍATV má rekja til þess þegar Körfuknattleiksfélag ÍA hóf útsendingar veturinn 2015-2016. Í kjölfarið var ÍATV sett á laggirnar haustið 2016 og því er ekki furða að ÍATV sýni beint frá Býflugnabúinu á Vesturgötu.
04
Fimleikarnir
ÍATV hefur sýnt beint frá fimleikamótum sem haldin eru á Akranesi, fyrst frá íþróttahúsinu við Vesturgötu en hin seinni ár frá hinu glæsilega fimleikahúsi við Vesturgötu.