top of page

ÍATV er netsjónvarpsstöð á vegum Íþróttabandalags Akraness sem er styrkt og fjármögnuð af ÍA og Akraneskaupstað.

ÍATV var sett á laggirnar í lok árs 2016 þegar ÍA ákvað að styrkja verkefnið til tækjakaupa. Þessi hugmynd hafði verið á sveimi í nokkurn tíma en Körfuknattleiksfélag ÍA hafði prófað sig áfram með beinar útsendingar við þröngan kost nokkru áður. Þetta ár sendi ÍATV út sjö sinnum en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Árið 2017 voru útsendingarnar 28 talsins (körfubolti, Íþróttamaður Akraness 2016, knattspyrna og fyrirlestur).

Árið 2018 voru útsendingarnar 64 (Íþróttamaður Akraness 2017, körfubolti, opinn fundur um samgöngumál, knattspyrna, fimleikar, golf og amerískur fótbolti).

Árið 2019 voru útsendingarnar 66 og fyrsta útsending ársins var sú hundraðasta í röðinni (ársuppgjör ÍATV og Íþróttamaður Akraness 2018, knattspyrna (m.a. tæplega 14 klst. útsending frá 41 leik í Norðurálsmótinu), körfubolti, felling sementsstrompsins og golf). 

Árið 2020 voru útsendingarnar 55 sem var fækkun frá fyrra ári. Ekki síst er þar um að kenna heimsfaraldri Covid-19 sem hafði mikil áhrif á íþróttastarf. ÍATV sendi út þættina Að koma saman er bannað á þeim tíma sem allt annað starf lá niðri. Í þeim þáttum fengum við góða gesti úr íþróttalífinu á Akranesi en einnig fékk tónlistarfólk á staðnum að láta ljós sitt skína.

​Árið 2021 sló öll met en ÍATV stóð þá að 79 útsendingum (Íþróttamaður Akraness, körfubolti, fótbolti, golf, fimleikar, keila, badminton og klifur)

Árið 2022 var 41 útsending á dagskrá ÍATV sem var töluverð fækkun milli ára. Efnistökin voru svipuð og fyrri ár.

Útsendingunum hefur því fjölgað ár frá ári, að frátöldu árinu 2022. Einnig hafa liðsmenn orðið fleiri og þekking og reynsla þeirra aukist, tækjabúnaður batnað og gæði útsendinganna og metnaðurinn til að gera vel hefur ágerst. Við sem stöndum að ÍATV höldum áfram að gera okkar besta til að þróa þetta skemmtilega og mikilvæga verkefni áfram og stefnum að því að gera ÍATV að bestu netsjónvarpsstöð íþróttafélags á Íslandi. Á komandi misserum eru fyrirhuguð vegleg uppfærsla á búnaði og umhverfi ÍATV og því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan.

Allir sem koma að ÍATV vinna í sjálfboðavinnu. 

 

Meginmarkmið ÍATV eru að:

  • sýna beint frá fjölbreyttum íþróttaviðburðum á Akranesi,

  • vekja athygli á því metnaðarfulla og fjölbreytta íþróttastarfi sem fram fer á Akranesi

  • skrásetja heimildir og varðveita þær á formi myndbanda

  • vera til staðar fyrir öll aðildarfélög ÍA varðandi ofangreind atriði

bottom of page