top of page

Frábær sigur á Keflavík

  • Writer: ÍA TV
    ÍA TV
  • Feb 15, 2018
  • 1 min read

Fyrr í kvöld lék kvennalið ÍA gegn Keflavík í B-riðli Faxaflóamótsins og sigraði 6-3 í stórskemmtilegum leik. Það var augljóst frá upphafi að þetta yrði markaleikur þegar Keflavík komst yfir á 3. mínútu með marki Þóru Kristínar Klemensdóttur og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir hafði jafnað mínútu síðar. Staðan var síðan orðin 2-2 eftir 12 mínútur. Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík yfir á 11. mínútu en Bergdís Fanney Einarsdóttir jafnaði mínútu síðar.

Bergdís Fanney sýndi síðan spyrnuhæfileika sína tvisvar á tveggja mínútna kafla þegar hún skoraði tvisvar með bylmingsskotum af 30 metra færi og kom ÍA í 4-2, áður en Sveindís náði að minnka muninn 6. mínútum fyrir hálfleik og staðan var 4-3 í hléinu.

Í síðari hálfleik tókst Suðurnesjakonum ekki að ógna marki ÍA en heimakonur voru hættulegar. Karen Þórisdóttir, sem komið hafði inná fyrir Heiðrúnu Söru í hálfleik, jók forystuna í 5-3 með hnitmiðuðu skoti utan teigs á 54. mínútu áður en Bergdís Fanney kórónaði frábæran leik sinn með þrumuskoti utan teigs á 77. mínútu.

Frábær sigur í skemmtilegum leik, sem var auðvitað í beinni hjá okkur á ÍA TV.


Comments


Kíktu á okkur á samfélagsmiðlunum

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • Youtube
bottom of page